Delivery Healthy Food Background. Healthy Vegan Vegetarian Food

NÆsta

Námskeið

7. mars

Fyrir þig sem hefur farið í ​efnaskiptaaðgerð (offituaðgerð) og ​langar að læra meira um næringu, ​hreyfingu, sjálfsumhyggju og að ​matreiða hollan og góðan mat.

Selection of Healthy Food

Bættur ​lífsstíll


Námskeið og fræðsla fyrir ​einstaklinga sem hafa farið í ​efnaskiptaaðgerð/offituaðgerð

email icon

komdu með ​okkur á ​namskeið

Bríet og Rut eru hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið ​með einstaklingum sem hafa gengist undir ​efnaskiptaaðgerð eða eru að vinna með ​lifstilsbreytingar með hjalp lyfja. Við bjóðum alla ​velkomna líka einstaklinga sem ekki óska aðgerðar eða ​lyfja við að bæta lífsgæði sín með bættum venjum. Við ​vinnum í samstarfi við Klinikina í Ármúla og leitumst við ​að vera leiðandi í þróun námskeiða og fræðsluefnis ​sem styrkir og eflir þá einstaklinga sem leita til okkar.

ATH. námskeiðið hentar best þegar amk. 6 mán eru ​liðnir frá aðgerð

Næsta námskeið ​hefst 7. mars

Námskeiðið er 4 skipti fyrstu 3 skiptin á Klíníkinni í ​Ármúla en síðasta daginn erum við með

verklegt matreiðslunámskeið í samstarfi við ​Hússtjórnarskólann í Reykjavík.

Farið verður yfir helstu áhrif aðgerðarinnar, hvernig er ​best að viðhalda árangrinum, hvaða hindranir geta ​verið í vegi og hvernig sé best að vinna með þær. ​Lögð er áhersla á umræður ásamt nokkrum gagnlegum ​heimaverkefnum. Allir fá vinnubók við upphaf ​námskeiðsins. Athugið að hægt er að velja bara ​fræðslu- eða matreiðsluhluta námskeiðsins.


Healthy Super Food Selection
People set goals

Fræðsluhluti námskeiðsins

7.mars kl. 17:00 - 18:30

St​aðsetning: Klíníkin Ármúla 9.

14.mars kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning: Klíníkin Ármúla 9.

21.mars kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning: Klíníkin Ármúla 9.

Matreiðsluhlutinn

(hægt að bóka sig sér á hann)

28.mars kl. 17:00 - 22:00

Matreiðsluhlutinn er ​kenndur í ​Hússtjórnarskólanum

Abstract shape element

Hvernig er best að setja upp ​matseðla fyrir sig og ​fjölskylduna.

Abstract shape element

Hugmyndir af millimálum og ​nesti.

Abstract shape element

Hvernig er best að skipuleggja ​og geyma mat

Abstract shape element

forðast matarsóun.

Abstract shape element

Mundu að taka með ílát undir ​matinn til að taka með heim

Kennari á matreiðsluhlutanum námskeiðinu er Dóra ​Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, hún hefur kennt ​námskeið fyrir fullorðna sl. 20 ár, með fókus á ​grænmetisfæði, ofnæmi, óþol og breyttar ​matarvenjur. Hún átti og rak Á næstu grösum ​grænmetisveitingastað, Culina veisluþjónustu og ​hefur m.a. unnið á Sólheimum í Grímsnesi.


Dóra Svavarsdóttir

Matreiðslumeistari

Staðsetning

Klíníkin, Ármúla 9, Reykjavík

(fræðsluhlutinn)

Hússtórnarskólinn í Reykjavík ​(matreiðslukvöldið)